Banda­ríski leikarinn Will Ferrell er nánast ó­þekkjan­legur í út­liti eftir að hafa safnað miklu hári og síðu skeggi. Leikarinn sást úti að skokka í hverfi sínu í Los Angeles en ef­laust gerðu sér ekki allir grein fyrir því hver væri þarna á ferðinni.

Þá bætti ekki úr skák að Ferrell var með sól­gler­augu og trefil á skokki sínu sem gerðu hann enn ó­líkari sjálfum sér.

Ís­lendingar fengu þó smjör­þefinn af nýja út­liti leikarans þegar hann kynnti úr­slit söngva­keppninnar á Ís­landi síðasta vor. Þar var hann byrjaður að safna hári og börtum og það gæti vel verið að hann hafi ekkert farið í klippingu síðan hann sendi Ís­lendingum kveðju.

Ferrell þótti ansi ólíkur sér með sítt skegg, hár og sólgleraugu.