Ítalía sigraði ís­lensku Euro­vision keppnina og fékk 12 stig í beinni út­sendingu RÚV. Rússand fékk tíu stig, Litháen fékk átta stig en það er nokkuð ó­hætt að segja að net­verjar hafi misst sig þegar enginn annar en Will Ferrell til­kynnti úr­slitin.

Hann hrósaði Ís­landi í há­stert og tók sér­stak­lega fram hvað sér hefði fundist Húsa­vík fal­legur staður. Flestir voru þó sam­mála um að Daði Freyr og gagna­magnið væru hinir raun­veru­legu sigur­vegarar líkt og sjá má úr um­mælum net­verja.

Í lok út­sendingarinnar komu ýmsir fram í tón­listar­mynd­bandi Daða Freys og Gagna­magnsins, eins og sjálf ríkis­stjórn Ís­lands, Siggi stormur, Jóhannes Haukur og for­seta­hjónin, þau Guðni og Eliza. Þá mættu hjúkrunar­fræðingar af land­spítalanum einnig í mynd­bandinu.