Fréttin er röng. Twitter-reikningurinn sem vísað er til er ekki staðfestur af Twitter sem reikningur leikarans Will Ferrell. Fréttablaðið hefur ekki getað sannreynt að um hinn eina sanna Will Ferrell sé að ræða.

Will Ferrell segist handviss að ef Íslendingar hefði teflt fram laginu Jaja Ding Dong hefðum við unnið Eurovision í ár. Hann vonast þó til þess að við séum sátt við fjórða sætið.

Leikarinn Hannes Óli Ágústs­son kynnti stig Ís­lands í at­kvæða­greiðslunni í gærkvöldi. Eins og frægt er orðið fór hann með hlut­verk Olaf Yohans­son í Euro­vision-myndinni, The Story of Fire Saga.

Hannes Óli krafðist þess að sjálf­sögðu að lagið Jaja Ding Dong, sem sló ræki­lega í gegn í myndinni, yrði spilað í kvöld. Og þegar hann var loks beðinn um að til­kynna hvaða lag fengi 12 stig sagði hann að sjálf­sögðu Jaja Ding Dong.

Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 15:56 þann 23.5.2021.