Leikarinn Mark Wahlberg sem hefur unnið talsvert með Baltasari Kormáki undanfarin ár er á farandsfæti en hús hans í Beverly Hills er til sölu á 87,5 milljónir dala eða 11,3 milljarða íslenskra króna.

Wahlberg hannaði húsið sjálfureftir því sem kemur fram á vef TMZ. Hægt er að skoða fleiri myndir hér.

Húsið er rúmlega 2800 fermetra stórt og er þar að finna tólf svefnherbergi, tuttugu baðherbergi og gestahús. Um leið er húsið með líkamsrækt, bíómyndasal, vínkjallara fyrir fimm þúsund flöskur og tvær sundlaugar.

Þá er að finna tennisvöll, körfuboltavöll og lítið golfsvæði og því nóg af afþreyingum fyrir væntanlegan kaupanda.