Eftir þrjátíu ár í lífi Íslendinga er upprunalegi Bónusgrísinn nú horfinn á braut. Fréttablaðið tók saman gamalgróin vörumerki sem lifa nú einungis í minningum landsmanna.

Lata augað horfið af Bónusgrísnum

Nýjasta fórnarlamb stafræns nútíma er Bónusgrísinn sjálfur, þekktasta vörumerki samtímans sem prýtt hefur matvöruverslanir á Íslandi og í Færeyjum í rúm þrjátíu ár.

22691D4BE7C756FBE6B54C1E515FCA845849D1474205846C87504C539859D004_713x0.jpg

Ráðgjafarfyrirtækið brandr var fengið til verksins og ljóst að engan bilbug er að finna á Bónusmönnum þrátt fyrir að Íslendingar á samfélagsmiðlum hafi sopið hveljur. Samkvæmt tilkynningu frá matvörurisanum er breytingin gerð til þess að aðlaga vörumerkið þeirri stafrænu vegferð sem fram undan er í rekstri verslananna.

Svali varð að karakterum

Svali.jpg

Flestir muna eflaust einungis eftir Svalakarakt­erunum frægu framan á Svalafernunum. Árið 1982 þegar drykkurinn kom fyrst á markað var hins vegar engan slíkan að finna.

Mix-ið varð persónuleikalaust

1262068.jpg

Íslenski gosdrykkurinn Mix er vinsæll. Flestir muna eftir ávaxtafígúrunum Káti og Hress en þeir prýddu umbúðir drykkjarins á tíunda áratugnum en ekki lengur.

Prins Polo nútímavæddist

Prins Póló 2.jpg

Framleiðandi Prins Póló tilkynnti með heilsíðuauglýsingu í Mogganum árið 1995 um nýjar umbúðir. Þeirra gömlu hefur verið sárt saknað síðan.