Kvennakór Hornafjarðar heldur vortónleika í Guðríðarkirkju í kvöld, 14. júní, kl. 20.00. Að tónleikum loknum fer kórinn í söngferðalag til Bretlands og mun syngja í borgunum Bournemouth og Pool 19. júní.

Á efnisskrá eru meðal annars Draumalandið, Hvert örstutt spor, Sumar konur, Einskonar ást og Rolling in the deep.

Stjórnandi Kvennakórs Hornafjarðar er Heiðar Sigurðsson, sem hefur útsett og samið mörg þeirra laga sem kórinn er með á söngskrá sinni. Formaður kórsins er Erna Gísladóttir.