Fjöl­margir hafa minnst banda­rísku leik­konunnar Anne Heche á sam­fé­lags­miðlun, en þessi 53 ára leik­kona lést um helgina eftir að hafa lent í al­var­legu um­ferðar­slysi á dögunum. Meðal þeirra sem hafa minnst Heche eru vinir og fyrr­verandi makar.

Coleman Laf­foon, sem var kvæntur Heche á árunum 2001 til 2009, sagði í mynd­bandi sem hann birti á Insta­gram að hann hafi elskað Heche af öllu hjarta og komi til með að sakna hennar. Coleman og Heche eignuðust soninn Ho­mer sem er tví­tugur að aldri.

„Ég lít þannig á að hún sé nú frjáls, frjáls frá sárs­aukanum og njóti þess ferða­lags sem nú tekur við,“ sagði Coleman í mynd­bandinu og bætti við að Ho­mer, sonur þeirra, ætti um sárt að binda en væri sterkur.

Ho­mer sendi svo sjálfur frá sér yfir­lýsingu þar sem hann minntist móður sinnar. „Vonandi er mamma laus við sárs­aukann,“ sagði hann meðal annars og bætti við að sorgin væri mikil.

James Tu­pp­er, sem var í sam­bandi með Heche í um ára­tug, til ársins 2018, sagði að hann myndi alltaf elska hana. Þau eignuðust saman soninn Atlas sem er 13 ára.

Leik­konan og spjall­þátta­stjórnandinn Ellen DeGeneres, sem var í sam­bandi með Heche á árunum 1997 til 2000, minntist hennar einnig á Twitter og sendi fjöl­skyldu Heche og vinum inni­legar sam­úðar­kveðjur.