Rúss­neska fyrir­sætan Lili­a Suda­kova hefur verið á­kærð fyrir að drepa eigin­mann sinn fyrir skemmstu. Lili­a hefur viður­kennt að hafa orðið honum að bana en segir að um sjálfs­vörn hafi verið að ræða. Lög­regla og sak­sóknarar eru ekki sam­mála fyrir­sætunni og vilja hana í ævi­langt fangelsi.

Breska blaðið Mirror fjallar um þetta.

Lili­a er 27 ára gömul og segir hún að eigin­maður sinn, hinn 28 ára Serg­ey Popov, hafi beitt hana and­legu og líkam­legu of­beldi meðan að á hjóna­bandi þeirra stóð.

Segir hún að kvöldið ör­laga­ríka hafi hann farið út að skemmta sér og komið heim með aðra konu í þeim til­gangi að sofa hjá henni. „Kvöldið áður gerði ég ekki það sem hann bað um. Hann vildi kyn­líf. Og hann vildi sýna mér í tvo heimana með því að finna ein­hverja aðra konu.“

Lili­a segir að fjandinn hafi orðið laus og þau byrjað að rífast heiftar­lega eftir að hann kom heim. Það hafi endað með því að hún tók upp hníf og stakk hann í brjóstið. Segir hún að um ó­vilja­verk hafi verið að ræða. Serg­ey var fluttur á sjúkra­hús þar sem hann lést skömmu síðar.

Sak­sóknarar telja aftur á móti að um vilja­verk hafi verið að ræða og Lili­a hafi orðið af­brýði­söm og reið þegar hann kom heim. Réttar­höldin byrja síðar í þessum mánuði en Lili­a hefur verið í stofu­fangelsi á heimili sínu í St. Péturs­borg undan­farna mánuði.

Lili­a Suda­kova hefur meðal annar setið fyrir á for­síðu rúss­neska Vogu­e-tíma­ritsins og prýtt for­síður tísku­tíma­rita á Ítalíu, í Kína og í Japan.