„Sveinki, eins og hann heitir er alveg ein­stakur jóla­sveinn. Ó­líkur öðrum enda er hann sterkasti, stærsti og heilsu­sam­legasti jóla­sveinninn,” segir Arnar Freyr Ár­sæls­son, markaðs­stjóri Nocco á Ís­landi. Þar sem Sveinki er Nocco jóla­sveinninn sinnir hann ekki hefð­bundnu hlut­verki jóla­sveina. „Sveinki er nú­tíma jóla­sveinn.“

Sveinki lét sig ekki vanta á opnun Pop Up rýmis Nocco í gær þar sem stjörnur á borð við Aron Can og Dóru Júlíu tróðu upp. „Þetta Pop Up rými sem við vorum að opna er eitt­hvað sem þú sérð hvergi annar staðar,“ segir Arnar sem í­trekar að ekki sé um hefð­bundna verslun að ræða.

„Við erum þó að sjálf­sögðu að selja Nocco þarna á­samt varning sem þú færð hvergi annars staðar. Dæmi um varning sem er núna til sölu eru sér­gerðir brúsar, æfinga­teygjur, hand­gerð ís­lensk jóla­kerti og arinsokkar sveinka.“

Dóra Júlía þeytti skífum á opnuninni.
Fréttablaðið/Ernir

Rými fyrir hvers­lags mynda­tökur

Rýmið er hugsað sem á­kveðin tegund af list og er einkar hentugt til að taka myndir fyrir sam­fé­lags­miðla. „Mark­miðið er að búa til hug­hrif og taka hugann frá öllu jóla­stressinu og upp­lifa eitt­hvað nýtt, þó það sé ekki nema í nokkrar mínútur. Fólk verður að koma og upp­lifa, það er eina út­skýringin,“ segir Aron að lokum og hvetur fólk til að líta í heim­sókn til Sveinka á Hafnar­torgi.

Hér má sjá Sveinka í góðum gír.
Fréttablaðið/Ernir
Óhefðbundinn verslun sem selur Nocco.
Mynd/Hlynur Hólm