„Þetta er tilboð ársins,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi, en á þeim bænum er boðið upp á 50% verðhækkun á vítamínbættu jarðhnetumauki á vefnum sannargjafir.is í tilefni af svörtum föstudegi.

„Við gefum nefnilega engan afslátt af baráttu okkar gegn hungursneyð.“Jarðhnetumaukið gerir að sögn Steinunnar kraftaverk fyrir vannærð börn.

„Síðustu ár hefur verið vel tekið í þessar verðhækkanir hjá okkur, enda um að ræða lífsnauðsynlegar gjafir sem fólk getur verslað og þannig gefið helmingi meira,“ segir hún.

„Neyð barna í heiminum í dag er gífurleg út af áhrifum kórónaveirunnar,“ segir Steinunn. Fæðu­óöryggi bitnar verst á einum hópi, ungum börnum.

„Af öllum öðrum vörum er svo 0 prósent afsláttur enda gefum við engan afslátt af réttindum barna.“Steinunn bætir við að UNICEF útvegi börnum bóluefni gegn alls konar lífshættulegum sjúkdómum. „Og það verður hægt að gera stórgóð kaup á morgun.“