Vítalía Lazareva segir fréttirnar um að hún og einkaþjálfarinn Arnar Grant séu flutt saman ekki réttar.

„Ég er ekki flutt inn með þessum manni,“ segir Vítalía Lazareva í samtali við Fréttablaðið.

Vítalía birti mynd á Instagram Story fyrr í dag þar sem hún virtist vera búin að pakka. „Taka pokana og hypja sig út. Lygarnar halda áfram,“ sagði hún.

Fréttablaðið heyrði í Vítalíu í kjölfar myndbirtingarinnar og virtist henni nokkuð niðri fyrir. Sagðist hún ekki getað verið nálægt honum.

Vítalía segir að fregnirnar um sambúð þeirra, sem Smartland greindi meðal annars frá um helgina, ekki réttar.

Ekki náðist í Arnar Grant við vinnslu fréttarinnar.

Mynd/Skjáskot

Uppfært

Vítalía hefur nú jafnframt tjáð sig um málið á Twitter. Þar lýsir hún þeim áhrifum sem málið er að hafa á hana. Hún titri og skjálfi og sé búin á líkama og sál. „Ef ég er ekki nú þegar orðin klikkuð þá er það allavega handan við hornið. Ég reyndi.“ skrifar hún.