Leikarinn Pete David­son, fyrr­verandi unnusti söng­konunnar Ariana Grande, segir að hann hafi talið ljóst að sam­bandi sínu við Ari­önu hafi verið lokið eftir að fyrr­verandi kærasti hennar, rapparinn Mac Miller, lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkni­efnum árið 2018.

David­son ræddi við út­varps­manninn Charla­magne tha God um sam­bandið og sína erfið­leika síðustu ár en David­son og Grande voru saman í um fjóra mánuði áður en hún sleit trú­lofuninni. Hann greindi frá því að hann hafi sagt við Ari­önu í kjöl­far and­láts Miller að hann myndi vera til staðar fyrir hana þangað til að hún vildi ekki hafa hann lengur.

„Ég vissi svona nokkurn vegin að þessu væri lokið eftir það. Þetta var virki­lega hörmu­legt og ég get ekki í­myndað mér hvernig þetta er. Þetta var bara ömur­legt,“ sagði David­son um hvernig dauði Miller hafði á­hrif á Ari­önu. „Ég veit bara að hún elskaði hann mjög mikið og hún var ekki með neinn leikara­skap.“ Þá greindi frá því að hann beri enn miklar tilfinningar til Grande og vilji henni allt það besta.

David­son, sem glímir við geð­hvarfa­sýki, hefur verið mikið í sviðs­ljósinu í kjöl­far sam­bands síns við Grande en hann var einnig á einum tíma­punkti í sam­bandi með leik­konunni Kate Beckinsa­le og fyrir­sætunni Kaia Ger­ber. Hann hefur nú tekið sér smá pásu frá sviðs­ljósinu til að ein­beita sér að geð­heilsu sinni.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: