Katrín Midd­let­on vissi að hún yrði að gera enn betur í klæða­burðinum til að toppa Meg­han Mark­le og nú er hún hin konung­lega rokk­stjarna, að því er innan­búðar­maður í bresku konun­gsfjöl­skyldunni full­yrðir við The Sun.

Her­toga­ynjan sló í gegn á frum­sýningu James Bond myndarinnar No Time To Die á dögunum í London. Hún mætti glæsi­leg til leiks svo eftir var tekið.

„Núna er hún konung­leg rokk­stjarna - allt það sem Meg­han hefði átt að vera,“ segir innan­búðar­maðurinn. Sá viður­kennir að Meg­han hafi breytt leiknum í konungs­fjöl­skyldunni með sínu glæsi­lega fasi.

Það er af sem áður var þegar bresku götu­blöðin hæddust að her­toga­ynjunni fyrir klæða­burð hennar. „Þetta snerist ekkert um að breyta um stíl, þetta snerist um það að Katrín áttaði sig á því að her­toga­ynjan af Sus­sex [Meg­han Mark­le] hafði breytt leiknum og það var nauð­syn­legt fyrir hana að keppa.“

Bresk götu­blöð voru dug­leg að gera mikið úr meintum erjum á milli her­toga­ynjanna á þeim tíma þar sem Meg­han og Harry voru enn starfandi fyrir konungs­fjöl­skylduna. Sögu­sagnir hermdu að Meg­han hefði grætt Katrínu í brúð­kaups­undir­búningi sínum en Meg­han full­yrti við Opruh Win­frey að það hefði verið öfugt.

Mynd/Skjáskot