Borgar­bóka­safnið Grófinni stendur fyrir Vísinda­kaffi á morgun þar sem María Óskars­dóttir ræðir um sið­ferði gervi­greindar og hlut­drægni í tölvu­vísindum.

Við­burðurinn stendur yfir frá 17.15 til 18.00, 17. nóvember. Öll eru vel­komin og að­gangur ó­keypis.

María Óskars­dóttir starfar sem lektor við tölvunar­fræði­deild Há­skólans í Reykja­vík og er með doktors­gráðu í gagna­vísindum frá KU Leu­ven í Belgíu. Rann­sóknir hennar beinast að hag­nýtingu gagna­vísinda, meðal annars með notkun vél­náms, neta­vísinda og fjöl­breyttra gagna­safna.

Vísinda­kaffi er ný við­burða­röð Borgar­bóka­safns þar sem fjallað er um vísindi á manna­máli.