Lífið

Vísaði ó­vart í nýjasta lag Ari­önu Grande á Twitter

Leikarinn Mark Hamill og söngkonan Ariana Grande áttu í skemmtilegum samskiptum á samfélagsmiðlinum Twitter þegar Hamill vísaði óafvitandi í nýjasta lag hennar.

Leikarinn heimsfrægi er greinilega ekki að fylgjast með nýjustu straumum popptónlistarinnar. Fréttablaðið/EPA

Leikarinn Mark Hamill, sem frægastur er fyrir túlkun sína á Luke Skywalker og Jókernum, vísaði óafvitandi í nýjasta lag söngkonunnar Ariönu Grande á Twitter nú á dögunum, söngkonunni til mikillar gleði.

Þá skrifaði hann í tísti, „þakka þér, næsti“ eða „thank you, next“ og söngkonan var fljót að svara tísti leikarans, þar sem hún lýsti undrun sinni, „ég get ekki andað“ eða „I can't breath.“

Svaraði leikarinn henni þá og sló á létta strengi og sagði að það sýndi vel hvað hann væri sambandslaus að hann hafi ekki einu sinni áttað sig á því að hann væri að vísa í lagaheiti og nafnið á nýjustu plötu einnar af frægustu söngkonum nútímans. Grande var afar skemmt og sagðist myndu húðflúra ummæli Hamill á ennið á sér.

Sjá má þessi skemmtilegu samskipti hér að neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Skyggnst á bak við tjöldin í Ófærð

Lífið

Þýddi Hnotubrjótinn úr fornþýsku

Lífið

Penny Marshall látin 75 ára að aldri

Auglýsing

Nýjast

Jóla­hryllings­fjöl­skyldan snýr aftur

Eins og fætur toga – líka fyrir golfara

Bóka­­dómur: Ómót­­stæði­­legur stíl­g­aldur

Kalla inn jólin með ýmsum perlum tón­bók­menntanna

Á­fengi hjálpar manni að tala er­lend tungu­mál

Fegurðar­sam­keppni bóka er tíma­skekkja

Auglýsing