Hver er maðurinn?

Ég er Ezekiel Carl og á ættir að rekja til Nígeríu og Ísafjarðar. Nafnið kemur frá föðurafa mínum, en hefð er fyrir því í ættinni hans pabba að fyrsta barn sem fæðist eftir að afinn deyr beri nafnið hans. Þannig fékk ég nafnið mitt.

Hvernig barn varstu?

Ég var mikið í kringum tónlist sem krakki og byrjaði ungur að spila á gítar.

Hvernig er dæmigerð helgi hjá þér?

Helgarnar fara oftast í það að hanga uppi í stúdíói og vinna að nýrri tónlist.

Hvernig væri draumahelgin?

Að fara með vinum upp í bústað og vera þar í góðum fíling, grilla og kíkja í pottinn.

Hvað færðu þér á kósíkvöldi?

Piparsúkkulaðipopp, Bugles og Nocco.

Eftirlætis helgarmaturinn?

Ég er mjög mikið í því að panta mér pitsu eða fá mér börger um helgar.

Bestu helgargestirnir?

Bara strákarnir.

Hvert ferðu að djamma?

Á Prikið.

Hvaða bíómynd gætirðu horft á aftur og aftur?

Friday með Ice Cube og Chris Tucker, frá árinu 1995.

Hvernig hleðurðu batteríin um helgar?

Ég kíki í sund eða spa og fæ mér síðan eitthvað gott að borða.

Ertu morgunhani?

Nei, ég myndi nú segja að ég væri meiri næturhrafn.

Hvað gerirðu alltaf um helgar?

Ég fer oftast í mat til pabba.

Hvor er betri, laugardagur eða sunnudagur?

Laugardagur, allan daginn.

Hver er þín helsta fyrirmynd?

Mamma og pabbi.

Hvert stefnirðu í lífinu?

Ég stefni að því að ná langt í tónlistarbransanum.

Er nýja lagið ort til ákveðinnar „tíu“?

Lagið er ekki endilega um ákveðna manneskju. Það er meira um góða tilfinningu og að vilja að hún fari ekki.

Hvað liggur þér á hjarta sem tónlistarmanni?

Ég lít á tónlist sem vettvang til að segja sögur; sögur um mína reynslu og það sem ég hef gengið í gegnum í lífinu, bæði gott og slæmt.

Hvort finnst þér mikilvægara að nota helgarnar til útstáelsis eða hvíldar og fara þá helst ekki úr náttfötunum?

Bara bæði, en ég er oftast hvað virkastur í náttfötunum þar sem ég vinn svo mikið í stúdíóinu heima.

Hvað er næst á dagskrá?

Ég ætla að gefa út plötu í sumar, hún heitir Tímalínan, og stefni á að gefa út einn „single“ áður en þar að kemur.

En hvernig líður þér?

Mér líður mjög vel.