Áhrifavaldurinn Miss Mercedes Morr fannst látin á heimili sínum í Richmond í Texas á sunnudaginn. Lögregla fór þangað þar sem ekki hafði heyrst til hennar í nokkurn tíma. Hún var 33 ára er hún lést en raunverulegt nafn hennar er Janae Gagnier.

Þar fannst einnig lík hins 34 ára gamla Kevin Alexander Accorto. Hann er talinn hafa myrt Morr á hrottafenginn hátt, með því að kyrkja og berja hana í höfuðið. Hann er síðan talinn hafa svipt sig lífi að sögn réttarmeinafræðings í Fort Bend-sýslu.

Kevin Alexander Accor­to.
Mynd/KPRC

Lögregla telur ekki að Morr og Accorto hafi átt í sambandi fyrir morðið. Rannsókn málsins er í fullum gangi og reynir lögregla að komast að því hver ástæða þess var.

Fjölmargir fylgjendur Morr eru í sárum eftir morðið. Meðal þeirra eru tónlistarmaðurinn og leikarinn Bow Wow og rapparinn Brittany Bangaz.

„Mercedes, ég er svo sorgmædd. Þú áttir þetta alls ekki skilið. Þú áttir allt lífið fram undan. Ég mun minnast allra þeirra stunda sem við áttum saman og þú hefur alltaf verið yndislegasta kona í heimi. Guð blessi þig og fjölskyldu þína. Hvíldu í friði Mercedes,“ skrifaði Bangaz við mynd af henni á Instagram.