Bresku Love Is­land kepp­endurnir þau Siannise Fu­d­ge og Luke Trot­man hafa sagt skilið við hvort annað eftir rúm­lega tveggja ára sam­band. Breska götu­blaðið The Sun greinir frá.

Þetta er ekki síst at­hyglis­vert fyrir þær sakir að parið er meðal þeirra vin­sælustu sem orðið hafa til eftir raun­veru­leika­þættina heims­frægu. Þau kynntust í fyrstu vetrar­út­gáfu þáttanna í fyrra.

Í um­fjöllun breska götu­blaðsins kemur fram að þau hafi nú hætt að fylgja hvort öðru á Insta­gram. Síðasta færsla þar sem mátti sjá þau saman birtist fyrir rúmum sex vikum síðan.

Heimildar­maður The Sun, sem sagður er náinn parinu, segir undan­farnar vikur hafa verið gríðar­lega erfiðar fyrir þau. Þá hefur Siannise meðal annars líkað við færslur á sma­fé­lags­miðlum um hve erfitt það er að ganga í gegnum sam­bands­slit.