Þrír voru með fimm af sex tölum réttar í Víkinga­lottóinu í dag. Einn miðanna var seldur í N1 í Borgar­túni og er vinningurinn upp á eina og hálfa milljón. Tveir í viðbót fá sama vinning sem voru með tölur í áskrift.

Einn miði í Finn­landi var með sex réttar tölur af sex og er með vinning upp á tæpar 350 milljónir. Enginn miði var með allar tölur og víkinga­töluna en vinningurinn þar er ríf­lega þrír og hálfur milljarður.

Tölurnar voru 2, 11, 12, 23, 26 og 43. Víkinga­talan var 5.

Sex voru með fjórar jókertölur réttar af fimm og vinna hundrað þúsund krónur hver. Þeir miðar voru seldir í Olís Ánanaustum, Prinsinum Þönglabakka, Olís Siglufirði og á lotto.is. Enginn var með allar tölur réttar.

Jókertölurnar voru 7, 5, 3, 0 og 1.