Það var kvikmyndin Parasite sem var óumdeildur sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar í gærkvöldi en suður-kóreska myndin hlaut fern verðlaun. Mikið var um dýrðir í gærkvöldi og komu margir sigurvegarar nokkuð á óvart.

Þannig varð Parasite fyrsta myndin á erlendu tungumáli sem hreppir styttuna í flokki bestu myndar. Þá vann Bong Joon-ho, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn og handrit og þá var myndin einnig valin besta alþjóðlega myndin.

Renée Zellweger var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir aðalhlutverkið í kvikmyndinni Judy um Judy Garland. Joaquin Phoenix hreppti Óskarinn sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni Joker.

Brad Pitt og Laura Dern unnu til verðlauna fyrir leik í aukahlutverki, hann í Once Upon a Time in Hollywood og hún fyrir hlutverk sitt í Marriage Story.

Stríðsmyndin 1917, sem margir töldu að myndi verða stærsti sigurvegari kvöldsins, tók næstflest slík með sér af rauða dreglinum, eða þrjú talsins. Öll voru þau í tækniflokkum og hlaut kvikmyndin verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna, tæknibrellur og hljóðblöndun.

Líkt og alþjóð veit hreppti Hildur okkar eigin Guðnadóttir svo Óskarsverðlaun fyrir tónlistarsmíð sína í kvikmyndinni Joker, fyrst allra Íslendinga og fyrst kvenna í flokki kvikmyndatónlistar síðan árið 1997.

Hér að neðan má sjá tilnefningar og sigurvegara, sigurvegarar eru feitletraðir:

Leikari í aukahlutverki

Tom Hanks – A beautiful day in the neighborhood

Al Pacino – The Irishman

Joe Pesci – The Irishman

Brad Pitt – Once upon a time in Hollywood

Anthony Hopkins – Two Popes

Brad Pitt vann sín fyrstu Óskarsverðlaun í gærkvöldi fyrir leik sinn í kvikmynd Quentin Tarantino, Once upon a time in Hollywood.

Pitt hóf ræðu sínu á pólitískum nótum. Hann benti á að hann mætti aðeins tala í 45 sekúndur, sem væru 45 sekúndum lengri tími en John Bolton fékk í réttarhöldunum gegn Trump.

Hann tileinkaði verðlaununum börnum sínum. Pitt sagði í ræðu sinni að Hollywood ætti að leggja meira kapp í að hrósa áhættuleikurum en ‏‏þeir eiga sér engan flokk á verðlaunahátíðinni.

Teiknimynd í fullri lengd

HOW TO TRAIN YOUR DRAGON: THE HIDDEN WORLD - Dean DeBlois, Bradford Lewis og Bonnie Arnold

I LOST MY BODY - Jérémy Clapin og Marc du Pontavice

KLAUS - Sergio Pablos, Jinko Gotoh og Marisa Román

MISSING LINK - Chris Butler, Arianne Sutner og Travis Knight

TOY STORY 4 - Josh Cooley, Mark Nielsen og Jonas Rivera

Stutt teiknamynd

Dcera (Daughter) - Daria Kashcheeva

HAIR LOVE - Matthew A. Cherry og Karen Rupert Toliver

KITBULL - Rosana Sullivan og Kathryn Hendrickson

MEMORABLE - Bruno Collet og Jean-François Le Corre

SISTER - Siqi Song

Matthew A. Cherry deildi færslu á Twitter frá árinu 2016, þegar hann var nýbyrjaður að vinna að stuttmyndinni. Þar spáði hann fyrir um að hann væri með efni sem væri verðugt fyrir óskarsverðlaun.

Frumsamið handrit

KNIVES OUT - Rian Johnson

MARRIAGE STORY - Noah Baumbach

1917 - Sam Mendes & Krysty Wilson-Cairns

ONCE UPON A TIME...IN HOLLYWOOD - Quentin Tarantino

PARASITE - Handrit eftir Bong Joon Ho, Han Jin Won; Hugmyndavinna Bong Joon Ho

Um var að ræða fyrstu óskarstilnefninguna fyrir Han Jin Won. Handritshöfundurinn Bong Joon Ho og Han Jin Won fóru með ræður sínar á kóresku og var túlkur á sviðinu að þýða fyrir þá. Bong Joon Ho sló alveg óvart í gegn þegar hann sást flissa bak við Han Jin Won og stara af aðdáun á verðlaunagripinn sinn.

Handrit byggt á áður út­gefnu efni

THE IRISHMAN - Handritshöfundur Steven Zaillian

JOJO RABBIT - Handritshöfundur Taika Waititi

JOKER - Handritshöfundar Todd Phillips & Scott Silver

LITTLE WOMEN - Handritshöfundur Greta Gerwig

THE TWO POPES - Handritshöfundur Anthony McCarten

Ný-sjálenski leikstjórinn og handritshöfundurinn Taika Waititi vann sinn fyrsta óskar fyrir kvikmyndina JoJo Rabbit. Þetta var einnig fyrsta tilnefning hans til óskarsverðlauna. Waititi þakkaði móður sinni í ræðunni.

Leikin stuttmynd

Brotherhood - Meryam Joobeur og Maria Gracia Turgeon

Nefta Football Club - Yves Piat og Damien Megherbi

The Neighbors' Window – Marshall Curry

Saria - Bryan Buckley og Matt Lefebvre

A Sister – Delphine Girard

Hönn­un sviðsmynd­ar

THE IRISHMAN - Production Design: Bob Shaw; Set Decoration: Regina Graves

JOJO RABBIT - Production Design: Ra Vincent; Set Decoration: Nora Sopková

1917 - Production Design: Dennis Gassner; Set Decoration: Lee Sandales

ONCE UPON A TIME...IN HOLLYWOOD - Production Design: Barbara Ling; Set Decoration: Nancy Haigh

PARASITE - Production Design: Lee Ha Jun; Set Decoration: Cho Won Woo

Búningahönnun

THE IRISHMAN - Sandy Powell og Christopher Peterson

JOJO RABBIT - Mayes C. Rubeo

JOKER - Mark Bridges

LITTLE WOMEN - Jacqueline Durran

ONCE UPON A TIME...IN HOLLYWOOD - Arianne Phillips

Heimildarmynd í fullri lengd

AMERICAN FACTORY - Steven Bognar, Julia Reichert og Jeff Reichert

THE CAVE - Feras Fayyad, Kirstine Barfod og Sigrid

THE EDGE OF DEMOCRACY - Petra Costa, Joanna Natasegara, Shane Boris og Tiago Pavan

FOR SAMA - Waad al-Kateab og Edward Watts

HONEYLAND - Ljubo Stefanov, Tamara Kotevska og Atanas Georgiev

Stutt heimildarmynd

In the Absence – Yi Seung-Jun og Gary Byung-Seok Kam

Learning to Skateboard in a Warzone (If You're a Girl) – Carol Dysinger og Elena Andreicheva

Life Overtakes Me – John Haptas og Kristine Samuelson

St. Louis Superman – Smriti Mundhra og Sami Khan

Walk Run Cha-Cha – Laura Nix og Colette Sandstedt

Leikkona í aukahlutverki

Kathy Bates – Richard Jewell í hlutverki Barbara "Bobi" Jewell

Laura Dern – Marriage Story í hlutverki Nora Fanshaw

Scarlett Johansson – Jojo Rabbit í hlutverki Rosie Betzler

Florence Pugh – Little Women í hlutverki Amy March

Margot Robbie – Bombshell í hlutverki Kayla Pospisil

Laura Dern vann sinn fyrsta óskar en um var að ræða þriðju tilnefningu hennar til verðlaunanna. Dern tileinkaði verðlaununum foreldrum sínum, leikurunum Bruce Dern og Diane Ladd, og sagðist heppin að geta litið upp til þeirra.

Leikstjórinn Greta Gerwig, sem er einnig eiginkona Noah Baumbach leikstjóra og handritshöfundar Marriage Story, sást grátandi í salnum þegar Laura Dern tók á móti verðlaununum.

Áhorfendur risu úr sætum sínum og klöppuðu eftir að Eminem kom fram á svið og tók lagið Lose yourself úr kvikmyndinni 8 mile sem vann óskarsverðlaun árið 2003. Fyndið var að sjá mismunandi viðbrögð áhorfenda við flutning Eminem.

Hljóðvinnsla

Ford v Ferrari – Donald Sylvester

Joker – Alan Robert Murray

1917 – Oliver Tarney og Rachael Tate

Once Upon a Time in Hollywood – Wylie Stateman

Star Wars: The Rise of Skywalker – Matthew Wood og David Acord

Hljóðblöndun

Ad Astra – Gary Rydstrom, Tom Johnson og Mark Ulano

Ford v Ferrari – Paul Massey, David Giammarco og Steven A. Morrow

Joker – Tom Ozanich, Dean Zupancic og Tod Maitland

1917 – Mark Taylor og Stuart Wilson

Once Upon a Time in Hollywood – Michael Minkler, Christian P. Minkler og Mark Ulano

Kvikmyndataka

The Irishman – Rodrigo Prieto

Joker – Lawrence Sher

The Lighthouse – Jarin Blaschke

1917 – Roger Deakins

Once Upon a Time in Hollywood – Robert Richardson

Klipping

Ford v Ferrari – Andrew Buckland og Michael McCusker

The Irishman – Thelma Schoonmaker

Jojo Rabbit – Tom Eagles

Joker – Jeff Groth

Parasite – Yang Jin-mo

Sjónrænar brellur

Avengers: Endgame – Dan DeLeeuw, Matt Aitken, Russell Earl og Dan Sudick

The Irishman – Pablo Helman, Leandro Estebecorena, Stephane Grabli og Nelson Sepulveda

The Lion King – Robert Legato, Adam Valdez, Andrew R. Jones og Elliot Newman

1917 – Guillaume Rocheron, Greg Butler og Dominic Tuohy

Star Wars: The Rise of Skywalker – Roger Guyett, Neal Scanlan, Patrick Tubach og Dominic Tuohy

Rebel Wilson og James Cordon gerðu óspart grín að kvikmyndinni Cats, sem þau léku bæði í, þegar þau kynntu vinningshafann í flokki sjónrænna brellna.

"As cast members of the motion picture #Cats, nobody more than us understands the importance of good visual effects" | #Oscars pic.twitter.com/vQu6kDZ1UQ

— Variety (@Variety) February 10, 2020

Förðun og hárgreiðsla

Bombshell – Kazu Hiro, Anne Morgan og Vivian Baker

Joker – Nicki Ledermann og Kay Georgiou

Judy – Jeremy Woodhead

Maleficent: Mistress of Evil – Paul Gooch, Arjen Tuiten og David White

1917 – Naomi Donne, Tristan Versluis og Rebecca Cole

Alþjóðleg kvikmynd

Corpus Christi (Pólland) á pólsku – leikstýrt af Jan Komasa

Honeyland (Norður Makedónía) á tyrknesku og makedónsku – leikstýrt af Tamara Kotevska og Ljubomir Stefanov

Les Misérables (Frakkland) in French – leikstýrt af Ladj Ly

Pain and Glory (Spánn) in Spanish – leikstýrt af Pedro Almodóvar

Parasite (Suður Kórea) in Korean – leikstýrt af Bong Joon-ho

Frumsamin tónlist

Joker – Hildur Guðnadóttir

Little Women – Alexandre Desplat

Marriage Story – Randy Newman

1917 – Thomas Newman

Star Wars: The Rise of Skywalker – John Williams

Hildur Guðnadóttir tónskáld varð í nótt fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun. Það voru engar aðrar en kvikmyndagoðsagnirnar og ofurkvendin Sigourney Weaver, Brie Larson og Gal Gadot sem kynntu hana og réttu henni styttuna.

Hún biðlaði til ungra kvenna, sem finna fyrir tónlistinni innra með sér, að nota rödd sína.

Frumsamið lag

„I Can't Let You Throw Yourself Away“ úr Toy Story 4 – Tónlist og texti eftir Randy Newman

„(I'm Gonna) Love Me Again“ úr Rocketman – Tónlist eftir Elton John; Texti eftir Bernie Taupin

„I'm Standing with You“ úr Breakthrough – Tónlist og texti eftir Diane Warren

„Into the Unknown“ úr Frozen II – Tónlist og texti eftir Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez

„Stand Up“ úr Harriet – Tónlist og texti eftir Joshuah Brian Campbell og Cynthia Erivo

Þrátt fyrir að Elton John og Bernie Taupin hafi unnið óskarinn fyrir besta frumsamda lagið þá var það Cynthia Erivo sem fangaði hjörtu allra með flutningi sínum. Erivo var tilnefnd bæði fyrir leik sinn í myndinni Harriet og fyrir besta frumsamda lagið. Áður en Cynthia varð kvikmyndastjarna lék hún einmitt í söngleikjum í West End í London og á Broadway og er því vön að syngja á sviði.

Leikstjóri

Martin Scorsese – The Irishman

Todd Phillips – Joker

Sam Mendes – 1917

Quentin Tarantino – Once Upon a Time in Hollywood

Bong Joon-ho – Parasite

Leikari

Antonio Banderas – Pain and Glory í hlutverki Salvador Mallo

Leonardo DiCaprio – Once Upon a Time in Hollywood í hlutverki Rick Dalton

Adam Driver – Marriage Story í hlutverki Charlie Barber

Joaquin Phoenix – Joker í hlutverki Arthur Fleck / Joker

Jonathan Pryce – The Two Popes í hlutverki Cardinal Jorge Mario Bergoglio

Leikkona

Cynthia Erivo – Harriet í hlutverki Harriet Tubman

Scarlett Johansson – Marriage Story í hlutverki Nicole Barber

Saoirse Ronan – Little Women í hlutverki Josephine "Jo" March

Charlize Theron – Bombshell í hlutverki Megyn Kelly

Renée Zellweger – Judy í hlutverki Judy Garland

Kvikmynd

Ford v Ferrari – Peter Chernin, Jenno Topping og James Mangold

The Irishman – Martin Scorsese, Robert De Niro, Jane Rosenthal og Emma Tillinger Koskoff

Jojo Rabbit – Carthew Neal, Taika Waititi og Chelsea Winstanley

Joker – Todd Phillips, Bradley Cooper og Emma Tillinger Koskoff

Little Women – Amy Pascal

Marriage Story – Noah Baumbach og David Heyman

1917 – Sam Mendes, Pippa Harris, Jayne-Ann Tenggren og Callum McDougal

Once Upon a Time in Hollywood – David Heyman, Shannon McIntosh og Quentin Tarantino

Parasite – Kwak Sin-ae og Bong Joon-ho