Sjöfn Þórðar­dóttir heim­sækir meðal annars Mat­höll Höfða og kynnir sér sápu­gerð fyrir­tækisins Baða Reykja­vík í þættinum Matur & Heimili á Hring­braut í kvöld.

Mat­höll Höfða hefur tekið stakka­skiptum og stækkað, bæði rýmið og matar­flóran sem er frá öllum heims­hornum. Sjöfn hittir þar Sól­veigu Ander­sen, eig­anda og hönnuð Mat­hallarinnar, og fer líka í smakk þar sem hún upp­lifir alla matar­flóruna sem þar er finna.

Síðan eru það tvö fram­úr­skarandi sam­fé­lags­verk­efni sem Bónus tekur þátt í þar sem hugað er að um­hverfinu, endur­nýtingu og spornað gegn matar­sóun.

Sjöfn heim­sækir Baldur Ólafs­son, markaðs­stjóra Bónus, og fær fræðslu um hvað verður um alla frauð­plast­kassana sem koma með vín­berin til landsins.

Loks er fyrir­tækið Baða Reykja­vík heim­sótt þar sem Erla Gísla­dóttir eig­andi fyrir­tækisins frum­sýnir nýja sápu­línu sem unnin er í sam­starfið við Bónus og Haga. Baða eru sápur sem unnar eru úr náttúru­legu hrá­efni og meðal annars af­göngum af græn­meti og á­vöxtum úr verslunum Haga. Spennandi nýjung þar á ferð.

Matur & Heimili er á dag­skrá Hring­brautar klukkan 19 í kvöld.