Þegar Gyða Bjarka­dóttir kom út úr skápnum sem eikyn­hneigð voru við­brögð fólks í kringum hana alls konar.

Fyndnast fannst henni þegar vin­konur hennar slengdu því fram að hún hefði ekki hitt rétta typpið. Eikyn­hneigðir hafa lítinn eða engan á­huga á kyn­lífi, og eru með­limir í sam­tökum eikyn­hneigðra, Ásum á Ís­landi, á öllum aldri.

Gyða Bjarka­dóttir svarar alls konar spurningum um eikyn­hneigð í Kvenna­klefanum á Hringbraut í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 20:00.