Vinir banda­rísku söng­konunnar Katy Perry segja að ekkert sé hæft í á­sökunum fyrir­sætunnar Josh Kloss í garð hennar um kyn­ferðis­legt á­reiti, að því er fram kemur á vef Buzz­feed News.

Fréttir bárust af því í gær að Kloss sem lék eitt af stærstu hlut­verkunum í tón­listar­mynd­bandi söng­konunnar við lagið Teena­ge Dream árið 2010 hefði greint frá því að söng­konan hefði girt niður um sig buxurnar og þannig berað kyn­færi hans í partýi árið 2012.

Um­rætt partý var hjá Johnny Wujek, fyrr­verandi list­ræns ráð­gjafa við raun­veru­leika­þættina America's Next Top Model. „Perry dró niður um mig Adidas buxurnar mínar og nær­buxurnar mínar til að sýna nokkrum karl­kyns vinum sínum og hópnum í kringum okkur typpið á mér,“ er meðal annars haft eftir Kloss.

Kloss segir að hann hafi á­kveðið að segja sögu sína nú „vegna þess að menning okkar snýst um að sýna að valda­miklir menn séu sið­spilltir. En konur með völd eru alveg jafn ó­geðs­legar,“ að því er haft er eftir Kloss.

Segja Kloss hafa Perry á heilanum

Meðal þeirra sem komið hafa söng­konunni til verndar eru um­ræddur Wujek. Hann segist aldrei hafa heyrt annað eins, söng­konan myndi aldrei gera neitt þessu líkt.

„Ég er ekki að fara að leyfa þér að á­saka vin­konu mína svona,“ skrifar hann á Inst­gram. „Þetta er svo mikið kjaft­æði. Katy myndi aldrei gera eitt­hvað þessu líkt,“ segir hann jafn­framt. Hann segir að Kloss hafi „haft söng­konuna á heilanum“ og að hann „muni biðja fyrir honum.“

Markus Molinari, skart­gripa­hönnuður og annar vinur Perry, tekur undir með Wujek og segir að Kloss hafi haft hana á heilanum allt frá því að þau hittust fyrst.

„Manstu þegar þú sendir mér skila­boð og sagðist vera ást­fanginn af henni og skrifaðir lag handa henni? Og hvernig þú myndir bráðum geta flogið út um allt til að hitta hana,“ skrifaði Molinari einnig á Insta­gram.

„Þú fékkst greitt fyrir starf sem var eins og öll önnur störf en þrá­hyggja þín fyrir Katy hefur náð nýjum hæðum. Hættu að ljúga að sjálfum þér og reyndu að finna innri frið. Haltu á­fram með líf þitt,“ segir hann.

View this post on Instagram

You know. After I met Katy, we sang a worship song, “open the eyes of my heart” She was cool and kind. When other people were around she was cold as ice even called the act of kissing me “gross” to the entire set while filming. Now I was pretty embarrassed but kept giving my all, as my ex was busy cheating on me and my daughter was just a toddler, I knew I had to endure for her sake. After the first day of shooting, Katy invited me to a strip club in Santa Barbara. I declined and told her “I have to go back to hotel and rest, because this job is all I have right now” So I saw Katy a couple times after her break up with Russel. This one time I brought a friend who was dying to meet her. It was Johny Wujek’s birthday party at moonlight roller way. And when I saw her, we hugged and she was still my crush. But as I turned to introduce my friend, she pulled my Adidas sweats and underwear out as far as she could to show a couple of her guy friends and the crowd around us, my penis. Can you imagine how pathetic and embarrassed i felt? I just say this now because our culture is set on proving men of power are perverse. But females with power are just as disgusting. So for all her good she is an amazing leader, hers songs are mainly great empowering anthems. And that is it. I continued to watch her use clips of her music videos for her world tour and then her dvd, only highlighting one of her male co-stars, and it was me. I made around 650 in total off of teenage dream. I was lorded over by her reps, about not discussing a single thing about anything regarding Katy publicly. And a couple interviews they edited and answered for me. So, happy anniversary to one of the most confusing, assaulting, and belittling jobs I’ve ever done. Yay #teenagedream I was actually gonna play the song and sing it on ukele for the anniversary, but then as I was tuning I thought, fuck this, I’m not helping her bs image another second.

A post shared by Joshkloss (@iamjoshkloss) on