Stór­leikarinn Vin Diesel, leiddi dóttur Paul Wal­ker heitins, Mea­dow Wal­ker, upp að altarinu er hún gifstist unnusta sínum, leikaranum Louis Thorton Allan.

At­höfnin fór fram í kyrrþey í Dóminíska lýð­veldinu fyrr í þessum mánuði en Mea­dow deildi myndum af at­höfninni á Insta­gram síðu sinni í gær.

Paul Wal­ker var hvað þekktastur fyrir að leika Brian O‘Conner í Fast & Furious myndunum en hann lést í bíl­slysi árið 2013, að­eins 40 ára aldri.

Vin Diesel og Wal­ker voru mjög nánir eftir sam­starf sitt í myndunum og hefur Diesel sagt að Wal­ker hafi verið honum eins og bróðir.

Myndir Mea­dows af brúð­kaupinu má sjá hér að neðan.

Paul Walker og Vin Diesel voru mjög nánir.
Ljósmynd/Getty Images