Villi Neto, leikari, uppistandari og Eurovision aðdáandi með meiru, verður gestur í Júró með Nínu og Ingunni á morgun.

Hann horfði á eitt ótrúlegasta Eurovision atriði síðari ára, framlag Azerbaijan árið 2008, Day after Day með Elnur & Samir.

„Ég er búin að hlusta á þetta svo oft,“ segir hann og hlær.

Villi gat ekki annað en sprungið úr hlátri enda er atriðið hreint magnað. Söngvararnir blanda rokki við óperu og leika engla og djöfla í baráttunni milli góðs og ills.

„Ég set alltaf á þetta lag seint í partýum,“ útskýrir Villi. Hann vitnar oft í lagið þegar hann gerir grín að Eurovision lögum.