Leikarinn Vilhelm Neto hefur fundið ástina á ný í faðmi Tinnu Ýrar Jónsdóttur.

Fréttablaðið heyrði í Villa símleiðis í dag og hann staðfesti að hann væri ekki lengur á markaðnum. En hvernig líður ástarpungnum?

„Ég er bara glaður,“ segir Villi, sannarlega glaður í bragði eins og hann orðar það. Aðspurður hvort Tinna sé jafn glöð svarar hann:

„Ég ætla rétt að vona það!“ segir hann og skellir upp úr.

Tinna birti mynd af sér og leikaranum á Instagram í gær.

Villi er mörgum góðkunnur eftir frábæran leik sinn í Ára­móta­skaupinu árið 2020 þar sem taldi bestu sótt­vörnina gegn Co­vid vera að halda niðri í sér andanum ef einhver gekk fram hjá.

Tinna Ýr sér um sam­fé­lags­miðla fyr­ir kynlífstækjaverslun Adam og Evu þar sem maður að hún er mikill húmoristi líkt og nýi kærastinn.