Grínistinn Vilhelm Neto birti myndband á Instagram í gær eftir leik Danmerkur og Frakklands þar sem hann fer yfir taktík Dana þar sem þeir eiga að hafa tapað viljandi í seinni hálfleik.

„Svo að leikplanið er þannig að standa sig vel í fyrri helming leiksins, og svo í seinni helming ætlum við að fokk det op,“ segir Villi á myndbandinu.

Danir töpuðu með einu marki á lokamínútum leiksins gegn Frökkum í gær, sem varð til þess að Ísland komst ekki áfram í undanúrslitin á EM. Ísland mætir því Noregi í leik um fimmta sætið á morgun.

Villi er mörgum góðkunnu eftir frábæran leik sinn í Ára­móta­skaupinu árið 2020 þar sem taldi besta sótt­vörnina gegn Co­vid vera að halda niðri í sér andanum ef einhver gekk framhjá.