Lífið

Vill verða besta söngkona í öllum heiminum

Emilía Karen Kristjánsdóttir er sex ára og á afmæli í desember.

„Flestir kalla mig Emmu en margir í skólanum segja Emilía. Mamma segir samt stundum Karen við mig.“ Fréttablaðið/Eyþór

Emilía Karen Kristjánsdóttir er sex ára og á afmæli í desember.

Ertu alltaf kölluð báðum nöfnunum? Nei, flestir kalla mig Emmu en margir í skólanum segja Emilía. Mamma segir samt stundum Karen við mig.

Í hvaða skóla ertu og hvað finnst þér skemmtilegast að læra þar? Í Áslandsskóla, mér finnst skemmtilegast að læra í litlu grænu bókinni, maður á að tengja saman.

Þekkir þú alla stafina? Já, á ég að segja alla stafina sem ég þekki?

Er einhver sérstakur stafur í uppáhaldi? T, Í, K, V og E. E er mest uppáhalds.

Hver eru helstu áhugamálin? Mér finnst skemmtilegast að lesa og hafa „movie night“.

Hvað gerir þú þegar þú ert búin í skólanum? Hjálpa mömmu með börnin, stundum fer ég í barbí og stundum er ég þreytt.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Haltu í höndina á mér eða Í síðasta skipti.

En sjónvarpsefnið? Prinsessuþættir því mér finnst prinsessur svo fallegar.

Besta bók sem þú hefur lesið? Dimmalimm því prinsessan var svo góð við svaninn.

Er gæludýr á heimilinu? Já, ég á kisur og fiska. Kisurnar mínar heita Monsi, Ronja og Lísa.

Hefur þú ferðast um Ísland? Já, seinasta sumar fór ég á Siglufjörð og til Akureyrar, það var mjög heitt þar svo ég fékk ís.

En til útlanda? Já, ég hef farið til Prag, Finnlands og Kanarí, það var mjög gaman á Kanarí.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Píta og lasagna.

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Besta söngkona í öllum heiminum. Ég vona að óskin mín rætist.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Sam­þykktu geim­þátt Carell og höfunds The Office um leið

Lífið

Tókust á við óttann við drukknun

Lífið

Fékk prest til að blessa hundinn sinn

Auglýsing

Nýjast

Það sem er um­deilt í kringum Green Book

Sarah Michelle Gellar elskar Buf­fy hlað­varp Hug­leiks

Vegan karríréttur Margrétar Weisshappel

Dóttirin sló í gegn í stúdíóinu

Doktor.is: Svefntruflanir og afleiðingar

Byrjaði að rappa í Kópavogi

Auglýsing