Banda­ríska leik­­konan Kal­ey Cu­oco, sem þekktust er fyrir leik sinn í gaman­þáttunum Big Bang Theory, vill kaupa hest sem kýldur var af þjálfara þýsku fimmtar­­þrautar­­konunnar Annika Schleu er hún keppti 6. ágúst á Ólympíu­leikunum í Tókýó. Henni var síðan vikið úr keppni.

Annika Schleu brast í grát við keppni í fimmtar­þraut.
Fréttablaðið/AFP

Cu­oco er mikil hesta­kona og er gift hesta­þjálfaranum Karl Cook. Hún segist ekki geta þagað yfir málinu og for­dæmdi þjálfarann Kim Raisner fyrir að hafa kýlt hestinn Saint Boy en hann lét illa af stjórn er Schleu keppti.

Schleu og Saint Boy.
Fréttablaðið/AFP

„Ég tel það vera skyldu mína að tjá mig um þessa hneysu,“ segir hún á Insta­gram. Þetta sé ekki í anda í­þróttarinnar og í raun ó­geðs­legt. Schleu og teymi hennar ættu að skammast sín.

Mynd/Instagram

„Þú og teymi þitt gerðu þjóð ykkar ekki stolta, né þessa í­þrótt. Þú lætur okkur líta illa út. Skammastu þín og guð blessi hvert dýr sem þarf að vera í kringum þig. Þessi knapi og 'þjálfari' eru til skammar.“

„Ég skal kaupa þennan hest og leyfa honum að lifa því lífi sem hann á skilið. Nefndu verð þitt,“ skrifaði hún og að sér væri full al­vara.

Mynd/Instagram