Nærföt, sem eru sögð vera frá Harry Bretaprins, eru nú á uppboði. Það er strippari sem gengur undir nafninu Carrie Royale sem býður nærfötin upp, en hún segist hafa eignast þau árið 2012, í frægri Las Vegas-ferð prinsins. Breskir og bandarískir miðlar fjalla um málið.

Uppboðið hófst síðastliðinn fimmtudag og eins og stendur er hæsta boð 250 þúsund Bandaríkjadollarar, en það jafngildir tæplega 35 milljónum króna.

Uppboðinu líkur þann 30. september, en Royale segist vonast til þess að fá milljón dali fyrir nærbuxurnar, eða tæplega 140 milljónir króna.

Bresku blöðin birtu myndir af Harry úr ferðinni frægu.
Fréttablaðið/Samsett

Umrædd ferð Harry prins til Las Vegas vakti mikla athygli á sínum tíma, en í bresku götublöðin birtu myndir af honum úr ferðinni allsberum.

Royale segist hafa verið viðstödd uppátæki prinsins og segist til að mynda hafa séð hann nakinn spila á luftgítar og syngja og dansa við Michael Jackson-lög. Hún segir Harry hafa gefið sér nærfötin sem minjagrip.

Líkt og áður segir er hæsta boð 250 þúsund eins og stendur, en haft er eftir einstaklingnum sem á boðið að eignist hann nærfötin muni hann gera helgiskrín í kring um þau.