Á­hrifa­valdurinn Edda Falak kveðst ekki vilja vera þekkt sem kærasta Brynjólfs Löve, þekktur sem Binni Löve. Parið byrjaði saman í lok síðasta árs og hafa verið iðin við að birta myndir af hvort öðru frá upp­hafi sam­bandsins.

Edda gaf fylgj­endum sínum færi á að spyrja sig hvaða spurningu sem er með því að setja inn spurninga­box á Insta­gram í gær. Fljót­lega varð ljóst að meiri­hluti fylgj­enda hafði mestan á­huga á sam­bandi Eddu við Binna og var meðal annars spurt hvernig væri að vera þekkt sem kærasta Binna.

„Ég er ekki þekkt sem kær­ast­an hans Binna. Ég er bara Edda Falak og vil ekki vera titluð sem kær­ast­an hans Binna,“ svaraði Edda. Það er kannski ekki nema von enda er Edda með fleiri fylgj­endur en kærastinn eða 22 þúsund manns.

Fjölmargar spurningar voru um samband Eddu við Binna.
Mynd/Skjáskot

Edda lét þó eftir for­vitni fylgj­enda sinna og birti skjá­skot af fyrstu sam­skiptum hennar og Binna árið 2014 þegar þau voru saman í Við­skipta­fræði. „Við reyndum svo aftur árið 2016,“ skrifar Edda og annað skjá­skot þar sem Binni spyr hvort hún fylgist með honum á Snapchat.

Mikil al­vara virðist vera í sam­bandi parsins en Binni fékk sér húð­flúr með á­letruninni „Edda Falak“ í lok desember eftir nokkra vikna sam­band. Sambandi Binna við áhrifavaldinn og leikkonuna Kristínu Pétursdóttir lauk á síðasta ári eftir tveggja ára samband og rötuðu sambandsslitin í alla helstu fjölmiðla landsins.

Fyrstu samskipti Eddu og Binna.
Mynd/Skjáskot