Thomas Markle, krefst þess að dóttir hans,Meghan Markle, verði svipt titil sínum sem hertogaynjan af Sussex. Þetta segir hann í viðtali við breska götublaðið The Sun.

Ástæðan er framkoma Meghan í spjallþætti Ellen DeGeneres þar sem hún tók þátt í falinni myndavél.

Pabbi Meghan kallar uppátækið heimskulegt og segir það hafa verið niðurlægjandi bæði fyrir sig, dóttur sína og fyrir konungsfjölskylduna. En í innslaginu má sjá hertogaynjuna drekka mjólk úr pela og þykjast vera köttur, svo fátt eitt sé nefnt. Allt vita­skuld að skipan Ellenar.

„Ég er með heilunar­krafta!“ sagði hún meðal annars við einn verslunar­eig­anda á kristals­sölu­bás. Þá kallaði hún „góð orka!“ á meðan hún snerti steina sem voru þar til sölu.

„Hún móðgaði drottninguna, konungsfjölskylduna og bresku þjóðina.“ Sagði hinn móðgaði faðir í viðtalinu.

„Hún móðgaði drottninguna, konungsfjölskylduna og bresku þjóðina.“

„Hún gerði sig að algjöru fífli og ætti að missa titil sinn. Ég elska dóttur mína en þessi framkoma hennar var fáránleg.“

Viðtal Meghan Markle hjá Ellen kom mörgum á óvart en áður en Oprah Winfrey landaði viðtali við þau hjónin hafði staðið til að Ellen, sem er náinn vinur þeirra hjóna, myndi taka fyrsta viðtalið við þau eftir að þau hættu að sinna verkefnum fyrir konungsfjölskylduna.

Hér má sjá uppátæki hennar hátignar í umræddum þætti: