Meghan Markle hefur krafist þess að greidd verði fyrir hana 1,5 milljón punda í lögfræðikostnað og að breska blaðið Mail on Sunday afhendi henni afrit af bréfinu sem hún sendi föður sínum og glósur sem þau eiga um bréfið. Breskur dómstóll komst að því í síðasta mánuði að miðilinn braut gegn friðhelgi Markle þegar það birti útdrátt úr bréfinu í miðli sínum. Fjallað er um málið á vef Sun.

Markle hefur krafist þess að í það minnsta helmingur lögfræðiskostnaðarins verði greiddur í innan tveggja vikna en dómari hefur ekki orðið við því. Markle hefur einnig óskað þess að Mail on Sunday birti yfirlýsingu á forsíðu sinni um að hún hafi sigrað málið og að slík yfirlýsing eigi að vera á vef þeirra í sex mánuði.

Lögmaður miðilsins hefur sagt að þess sé ekki þörf á því og dómari hefur ekki orðið við þeirri beiðni. Miðilinn mun áfrýja málinu við áfrýjunardómstól.

Allt þetta gerist á sama tíma og Sussex-hjónin eru væntanleg í viðtal til Opruh Winfrey næsta mánudag og prins Filippus hefur dvalið á sjúkrahúsi í um tvær vikur vegna veikinda.