Helgarblaðið

Vilja vita margt um virkjanir

Krakkar sem heimsækja Hellisheiðarvirkjun í boði Orku náttúrunnar sýna jarðhitanum, umhverfinu, tækninni og rafmagninu áhuga.

Hópurinn úr Sæmundarskóla í Grafarvogi naut þess að sleikja íspinna í varmanum í virkjuninni nú í vikunni Mynd/Kristín Ýr

Nemendur úr 9. bekkjum nokkurra grunnskóla í Reykjavík, Hveragerði, á Selfossi, Eyrarbakka og í Þorlákshöfn hafa farið í heimsóknir í Hellisheiðarvirkjun undanfarið. Til að forvitnast meira um þessar ferðir höfðum við samband við Kristínu Ýri Hrafnkelsdóttur sem sér um jarðhitasýningarnar í virkjuninni fyrir Orku náttúrunnar.

Hún segir heimsóknir íslensku skólahópanna ánægjulegar. „Krökkunum þykir spennandi að koma hingað. Þeir eru áhugasamir og spyrja út í efnafræðina, jarðhitann og tæknina. Þeir vilja vita hvort gastegundirnar séu mengandi og velta fyrir sér fleiru í sambandi við umhverfið. Hvaða möguleika orkan gefur og velta fyrir sér rafbílavæðingunni og fleiru sem tengist rafmagni. Eins höfum við fengið spurningu um hver hafi fjármagnað virkjunina. Það fannst okkur athyglisvert miðað við aldur gestsins.“

Hellisheiðarvirkjun er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og þar er tekið á móti um það bil 25.000 erlendum nemendum á ári, að sögn Kristínar. „Útlendingar sækjast eftir að fræðast um hina endurnýjanlegu orku sem þjóðin er svo auðug að. Íslenskir nemendur hafa komið hingað annað slagið en ekki á eins skipulagðan hátt og núna. Við vildum gjarnan kynna fyrir þeim þessa nýtingu jarðhitans svo að þeir fái áhuga á störfum sem tengjast orkuauðlindum okkar og úr varð að bjóða upp á rútuferðir hingað úr skólunum í nærumhverfinu.“

Kristín segir áhuga á að koma fræðslu um jarðhitann inn í skóla. „Það er verið að búa til námsefni sem nemendur geta unnið annaðhvort hér á staðnum eða eftir að þeir koma í skólana aftur. Það verður fjörlegt og snalltækjavænt og verður væntanlega tilbúið í haust.“

Kristín Ýr hefur umsjón með jarðhitasýningu Orku náttúrunnar Mynd/Kristín Ýr

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Spekingar spjalla

Helgarblaðið

Það tók sinn tíma að ná taktinum

Helgarblaðið

Fór í síðustu Bloody Sunday gönguna

Auglýsing

Nýjast

Möguleikarnir nær óþrjótandi

Ástin blómstrar eftir Bachelorinn: „Ég vildi fara heim með henni“

Eiga von á eineggja tví­burum

Lokkandi leirtau úr Landmannalaugum

Afskaplega gott að syngja eftir Jón Ásgeirsson, það virkar allt

Kóngur ofurhuganna

Auglýsing