For­svars­menn Net­flix róa nú öllum árum að því að láta fjar­læga kyn­lífs­senur úr drama­þáttunum Brid­ger­ton af hinum ýmsu klám­síðum þar sem ó­prúttnir aðilar hafa komið þeim fyrir.

Á vef breska götu­blaðsins Daily Mail kemur fram að verk­efnið hafi reynst streymis­veitunni viða­mikið og senurnar enn uppi á þó nokkrum síðum. Þættirnir komu út í lok desember og hafa slegið í gegn.

Þættirnir fjalla um ástir og ör­lög Brid­ger­ton fjöl­skyldunnar og gerast í í­mynduðu Eng­landi hefðar­fólksins á ní­tjándu öld en þættirnir byggja á skáld­sögum Juli­a Quinn.

Segir í um­fjöllun miðilsins að leikarar þáttanna séu miður sín yfir því að kyn­lífs­senurnar sé nú að finna á klám­síðunum. Segir miðillinn að for­svars­menn Net­flix hafi lofað þeim að þeir geri nú allt sem í sínu valdi stendur til að ná senunum út af síðunum.