Viðburðurinn á Kexi hostel i verður í formi pallborðsumræðna með konum af erlendum uppruna á Íslandi með það að leiðarljósi að gefa þessum konum tækifæri til að deila upplifun sinni af íslensku samfélagi. 

„Hugmyndina að viðburðinum má rekja til móður Chanel, Letetia B. Jonsson, en hún er bresk kona af jamaískum uppruna sem giftist íslenskum manni og f lutti með honum til landsins með börnunum þeirra árið 2004. Á meðan hún bjó á Íslandi tók hún virkan þátt í menningarheimi kvenna af erlendum uppruna. Hún kynntist mörgum frambærilegum konum sem höfðu svipaðan bakgrunn og upplifðu sömu hindranir hvað varðar aðlögun að menningu og tungumáli landsins,“ svarar Elínborg. 

„Sjálfsævisaga Amalíu Líndal, Ripples from Iceland, vakti meðal annars áhuga hennar á málefnum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Amalía var bandarísk kona sem f lutti til Íslands árið 1949 eftir að hafa gifst íslenskum manni. Í bókinni skrifar Amalía um upplifun sína af íslensku samfélagi og þeim erfiðleikum sem hún mætti, meðal annars varðandi uppeldi á börnum sínum sem fór fram í ókunnugu landi þar sem hún fann fyrir miklum menningarmun og tungumálaörðugleikum.“ 

Safnaði sögum kvenna 

„Mömmu fannst saga Amalíu bæði heillandi og kunnugleg þrátt fyrir að upplifanir þeirra hafi átt sér stað með löngu millibili. Eftir áhrifamikinn lestur á bók Amalíu ákvað hún að byrja á verkefni þar sem hún tók viðtöl við frambærilegar konur af erlendum uppruna á Íslandi með því markmiði að gefa út bók til heiðurs þeim og þeirra framlagi til íslensks samfélags. Ekki náðist að ljúka við verkefnið vegna ýmissa ástæðna, en það varð til þess að kvöld eitt byrjuðum við vinkonurnar að rifja upp þessa upplifun hennar af íslensku samfélagi og verkefninu sem hún var frumkvöðull að. Út frá þeim samræðum varð hugmyndin að Hennar rödd til, þar sem við sameinuðum fjölskyldubakgrunn minn og þekkingu Elínborgar á sviði mannréttinda en hún er útskrifuð með MA-próf í mannréttindum og starfsnemi á Mannréttindaskrifstofu,“ segir Chanel. 

Þær stöllur segjast hafa valið konur til að taka þátt í umræðunum bæði konur sem hafa verið sýnilegar í samfélaginu en einnig fengu þær ábendingar. Úr varð fjölbreyttur hópur: Edythe Mangindin, ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur og ritari Samtaka kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N. in Iceland), Claudia Ashonie Wilson, lögfræðingur hjá Rétti, Zahra Mesbah, tannlæk nanemi sem kom til Íslands sem f lóttamaður frá Afganistan, Sanna Magdalena, oddviti Sósíalistaf lokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, og Anna Marta Marjankowska, meðstjórnandi Eflingar. 

„Okkur þykir mikilvægt að viðburðurinn sé á faglegu plani og að sérfræðingur á þessu sviði leiði umræðurnar áfram og fengum því Fríðu Rós Valdimarsdóttur, sérfræðing hjá Jafnréttisstofu, til að sjá um fundarstjórn á viðburðinum.“ 

Þörf á meiri menningarvitund 

„Hópur fólks af erlendum uppruna á Íslandi er sívaxandi, meðal annars vegna fjölskylduaðstæðna, tækifæra, aukinnar þarfar á vinnuaf li og aukins f læðis fólks frá stríðshrjáðum löndum. Með tilkomu þessa hóps er þörf á aukinni menningarvitund í íslensku samfélagi, þar á meðal á sviði tungumála, trúar, siða og venja. Í pallborðsumræðunum á Hennar rödd verður einblínt á upplifun kvenna á þessum viðfangsefnum,“ segir Chanel og Elínborg bætir við: „Þar að auki hallar á sýnileika kvenna af erlendum uppruna meðal annars í stjórnmálum og í fjölmiðlum sem verður til þess að raddir þeirra fá ekki nægan hljómgrunn. Það þarf að opna umræðuna um stöðu og framlag kvenna af erlendum uppruna í samfélaginu og viðburðurinn Hennar rödd er skref í þá átt.“ Þær hvetja alla þá sem hafa áhuga á umræðunni um stöðu erlendra kvenna á Íslandi til að mæta á viðburðinn og ekki síður ungt fólk og nemendur á sviðum tengdum málefninu. 

„Síðast en ekki síst, hvetjum við konur af erlendum uppruna á Íslandi til að mæta og taka þátt í umræðunum,“ segja þær að lokum.