Harry Breta­prins og eigin­kona hans Meg­han Mark­le hafa að sögn er­lendra slúður­miðla óskað þess að fá að halda skírnar­veislu fyrir dóttir þeirra Lili­bet á heimili drottningarinnar í Windsor-kastala. Sam­kvæmt Page six hafa þau óskað eftir fundi með drottningunni til að ræða veisluna og fá leyfi hjá henni fyrir henni.

„Harry og Meg­han hafa sent inn þessa beiðni en margir eru í á­falli yfir ó­svífninni. Þau vilja örugg­lega raun­veru­lega hitta drottninguna en það er ó­trú­legt miðað við hvað þau hafa látið hana ganga í gegnum á þessu ári,“ segir heimildar­maður innan hallarinnar við Page Six.

Sam­kvæmt fréttinni hafa tals­menn drottningarinnar ekki svarað beiðni hjónanna en drottningin er sögð mjög hrifin af Harry og langar að hitta Lili­bet og bróðir hennar Archie.

Breska götublaðið Sun hefur áður fullyrt að ólíklegt sé að þau fái heimild til að halda veisluna í Windsor-kastala en þau hafa samt sem áður sent inn beiðnina.