Lífið

Vilja gifta sig - Kardashian systur ekki velkomnar

Transkonurnar Caitlyn Jenner og Sophia Hutchins eru ástfangnar upp fyrir haus og segja aldursmuninn skipta engu máli.

Transkonan Caitlyn Jenner svífur um á hamingjuskýi í ungum örmum háskólanemans Sophie Hutchins. Fréttablaðið/Getty

Hin 68 ára gamla transkona Caitlyn Jenner, hefur fundið ástina á ný en hún er yfir sig ástfangin af 21 árs háskólamær.

Sú sem stal hjarta Caitlyn heitir Sophia Hutchins og starfar sem fyrirsæta með námi og stefnir langt á því sviði. Ítarleg umfjöllun um Sophie birtist í tímaritinu Stylecaster, hana má lesa hér.

Aldursmunur á parinu vekur eftirtekt en hann er rétt tæp fimmtíu ár en það virðist fara fyrir brjóstið á dætrum Jenner, þeim Kylie sem er 20 ára og Kendall sem er 22 ára, en kærastan er mitt á milli þeirra í aldri.

Þær systur eru ekki sérstaklega ánægðar með kærustuna og telja hana vera að nýta sér frægð Jenner, sjálfri sér til framdráttar. Sophie dvelur öllum stundum á heimili Jenner í Malibu en hún stundar nám við Pepperdine háskóla sem er í næsta nágrenni við heimilið.

View this post on Instagram

⛳️ Scottsdale National #PXG

A post shared by Sophia Hutchins (@hutchins_sophia) on

Kærustuparið fer ekki lengur leynt með sambandið en orðrómur um það var orðin frekar hávær seint á síðasta ári en um það leiti sáust þær samtímis í Mexíkó. Myndir sem Caitlyn og Sophie tóku í ferðinni og settu inn á Instagram reikninga sína staðfestu sambandið svo endanlega.

Það lítur út fyrir að ástin hafi bankað hressilega upp á því Caitlyn er staðráðin í að giftast Sophie núna strax í sumar og á athöfnin að fara fram á heimili hennar í Malibu.

Kim Karadashian sjálfudrottningin á Instagram er komin með hörkusamkeppni frá Sophie sem gefur fyrrum fósturdóttur kærustu sinnar ekkert eftir. Fréttablaðið/Instagram
Háskólamærin og fyrirsætan Sophie sem áður hét Scott er ófeimin við að sýna lögulegan líkama sinn á Instagram. Fréttablaðið/Instagram

Það þykir ólíklegt að Kardshian systrum verði boðið í brúðkaupið en það hefur andað köldu á milli systranna og fyrrum fósturföður þeirra síðustu ár eða allt frá því að Caitlyn sendi frá sér bókina The secret of my life, en þar dró hún ekkert undan. 

Í bókinni ræddi hún kynleiðréttingaferlið á opinskáan hátt og skort á stuðningi við það frá þeim systrum. Gremjan kraumar enn á báða bóga.

Samkvæmt því sem fram kemur í frétt í tímaritinu Life and style þá er Caitlyn staðráðin í að verja síðustu árum ævi sinnar með Sophie og njóta þess að lifa sem frjáls kona fram til dauðadags.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Nafnavalið vekur athygli

Lífið

Páskaveisla Kardashian systra

Lífið

Kendall Jenner aftur á lausu

Auglýsing

Nýjast

Kostnaður af lélegri svefnheilsu á við nýtt sjúkrahús

Þörf fyrir fræðslu um svefn í skólum

Skúli Mogen­sen og Gríma Björg á Sálna­safni

Breyting á klukku myndi bæta svefn

Fimm hlutu Fjöru­verð­launin í Höfða

Kitla Ari­önu fyrir nýjasta lagið vekur blendin við­brögð

Auglýsing