Einum af sigur­vegara sjö­ttu seríu Love Is­land hefur verið gert að klára samning sinn hjá fót­bolta­liðinu sem hann er á mála hjá í Bret­landi. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þar kemur fram að hann hafi yfir­gefið fót­bolta­klúbbinn fyrir­vara­laust í janúar til þess að taka þátt í upp­tökum á þáttunum í Suður Afríku. Síðasti þátturinn af sjö­ttu seríunni var sýndur í Bret­landi á sunnu­daginn var. Þættirnir hafa notið gífur­legra vin­sælda undan­farin ár.

Les­endur og að­dá­endur Love Is­land sem ekki vilja komast að því hver sigraði í seríunni eru varaðir við spillum sem má finna neðar í þessari frétt.

Í frétt BBC kemur fram að um sé að ræða for­svars­menn fót­bolta­liðsins Ox­ford City en það er Love Is­land keppandinn Finn Tapp sem er á mála hjá klúbbnum. Hann sigraði sjö­ttu seríuna á­samt kærustunni sinni, Pai­ge Turl­ey síðast­liðinn sunnu­dag.

Hefur breska ríkis­út­varpið eftir Mick Lives­ey, að Finn hafi brotið gegn samningnum sínum til að komast út til Suður Afríku. Sett verða inn á­kvæði í fram­tíðar­samningum vegna þátt­töku í raun­veru­leika­þáttum.

„Hann braut samninginn en ég held að við þurfum að horfa á þetta raun­sæum augum: Þetta er 20 ára strákur sem fær boð um alla þessa hluti í raun­veru­leika­sjón­varpi,“ er haft eftir Mick Lives­ey.

„Hann er með samning og þarf að klára hann. Hann hefur staðið sig vel fyrir okkur,“ segir Lives­ey. Finn gekk í raðir Ox­ford City frá MK Dons síðast­liðið sumar.