Fasteignasalan Miklaborg fékk í sölu hjá sér í gær sannkallaðann gullmola sem þarfnast ástar og umhyggju. Húsið er á besta stað í Garðabæ og telur 157 fermetra með frístandandi 38 fermetra bílskúr.

Húsið var byggt árið 1967 og er nánast upprunalegt og þarfnast viðhalds og endurbóta, segir í fasteignaauglýsingunni. Þó kemur fram að skipt hafi verið um járn á þaki og þakrennur fyrir um sex árum og eitthvað hafi verið átt við lagnir.

Þá er bent á að það þurfi að skoða glugga og gler og múrviðgerða sé þörf í kring um þá. Málning er víða farin að flagna af.

Lóðin er þó stór og byggingareitur býður upp á nokkkuð mikla stækkun hússins ef nýr eigandi vill.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Miklaborg
Miklaborg
Miklaborg
Miklaborg