Svo virðist vera sem Vilhjálmur Bretaprins hafi ekki nennt að opna hurðina fyrir eiginkonu sinni, Katrínu Middleton við Windsor kastala síðastliðinn laugardag, ef marka má umfjöllun PageSix.

Það vakti mikla at­hygli þegar bræðurnir prins Vil­hjálmur og prins Harry gengu saman á­samt eigin­konum sínum og heilsuðu því fólki sem mætti fyrir utan Windsor-kastala til að heiðra Elísa­betu drottningu, sem lést 96 ára að aldri á fimmtu­dag.

Það hefur andað köldu á milli bræðranna síðan Harry og Meg­han Mark­le sögðu skilið við konung­legar skyldur sínar og hófu nýtt líf í Banda­ríkjunum. Harry og Meg­han hafa verið dug­leg að deila upp­lýsingum um lífið í bresku konungs­fjöl­skyldunni og stirð sam­skipti Meg­han við aðra með­limi fjöl­skyldunnar.

Harry opnaði hurðina en ekki Vilhjálmur

Bræðurnir sættust þá tíma­bundið til þess að koma saman og heiðra ömmu sína. Hins vegar hefur verið vakin at­hygli á sam­fé­lags­miðlum mis­munandi hegðun bræðranna gagn­vart makanum sínum.

Þegar pörin voru að fara af svæðinu opnaði Harry bíl­hurðina fyrir Meg­han og hleypti henni inn áður en hann fór sjálfur inn í bílinn. Á sama tíma virtist Vil­hjálmur ekki nenna að opna hurðina fyrir eigin­konu sinni Kate Midd­let­on.

Sam­fé­lags­miðlar voru fljótir að grípa þetta og gagn­rýndu Vil­hjálm, en kepptust við að hrósa Harry og kalla hann „al­vöru prins.“