Vil­hjálmur Breta­prins var hnugginn og í sjokki vegna til­kynningarinnar frá bróður sínum Harry og eigin­konu hans Meg­han Mark­le til drottningarinnar á dögunum. Þetta full­yrðir breska götu­blaðið The Sun.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá stað­festist það endan­lega á dögunum að hjónin myndu segja skilið að fullu við allar skyldur sínar við bresku konungs­fjöl­skylduna. Meira en ár er liðið síðan þau til­kynntu að þau hyggðust gera slíkt en síðan þá hefur fjöl­skyldan unnið að tækni­legum hliðum málsins.

Í til­kynningu frá konungs­fjöl­skyldunni sagði að fjöl­skyldan væri sorg­mædd vegna á­kvörðunar hjónanna. Þau væru hins­vegar á­vallt elskuð. Hjónin sjálf gáfu svo frá sér til­kynningu þar sem minna var rætt um til­finningar og meira um skyldur hjónanna gagn­vart Bret­landi og bresku þjóðinni.

Full­yrðir breska götu­blaðið að til­kynningin hafi þótt afar köld innan bresku konungs­fjöl­skyldunnar. Þar fari Vil­hjálmur fremstur í flokki og er hann sagður miður sín vegna van­virðingarinnar sem til­kynningin sýndi ömmu hans og konungs­veldinu.

Áður hefur verið full­yrt að sam­band bræðranna hafi lengi mátt muna fífil sinn fegurri. Vil­hjálmur hafi til að mynda varað Harry við að ana ekki að hlutunum í sam­bandi sínu með Meg­han, bróður hans til mikils ama. Þá hafa fréttir af löngu og ein­lægu við­tali hjónanna við Opruh Win­frey ekki orðið til að lægja öldurnar á milli bræðranna.

„Hann finnur pressuna núna,“ segir heimildar­maður miðilsins. „Hann hefur ætíð haft bróður sinn til staðar fyrir sig og eftir að hann jafnaði sig af reiðinni vegna á­kvörðunar þeirra, var ekkert eftir nema tóm­leiki.“