Vil­hjálmur Breta­prins, her­togi af Cam­brid­ge, gagn­rýnir þá milljarða­mæringa sem ein­beita sér þessi misserin að geim­ferða­lögum. Vil­hjálmur segir að þessir menn ættu frekar að ein­beita sér að þeim vanda­málum sem við stöndum frammi fyrir á jörðinni og fjár­festingum vegna þeirra.

Geim­ferða­lög hafa verið nokkuð í um­ræðunni að undan­förnu og hafa nokkrir auð­menn látið skjóta sér út í geim á þessu ári.

Richard Bran­son og Jeff Bezos eru í þeim hópi og þá hefur Elon Musk, stofnandi Teslu og SpaceX, lagt á­herslu á þróun geim­flauga til geim­ferða­laga. Leikarinn Willi­am Shatner varð svo í gær elsti ein­stak­lingurinn til að fara út í geiminn, en Shatner er ní­ræður.

Vil­hjálmur var í við­tali í hlað­varps­þætti BBC sem fór í loftið í morgun þar sem þetta var meðal annars til um­ræðu.

„Við þurfum okkar bestu vísinda­menn og hugsuði til að leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir á jörðinni,“ sagði hann. Sagði VIl­hjálmur að þeir ættu ekki að vera að ein­beita sér að því að finna staði í geimnum sem við getum búið á – ein­hvern tímann í fjar­lægri fram­tíð. Þá viðraði hann á­hyggjur sínar af af um­hverfis­á­hrifum geim­ferða­laga.

Að­spurður sagðist Vil­hjálmur ekki hafa nokkurn á­huga á því sjálfur að fara út í geim.