Fram­leið­endur Fri­ends þáttana vildu fyrst um sinn aðra leik­konu en Jenni­fer Ani­ston til að fara með hlut­verk Rachel Green. Að lokum voru vin­sældir leik­konunnar í hlut­verkinu svo miklar að þeir neyddust til að skipta um skoðun.

Fram­leið­endurnir vildu fyrst um sinn fá Jane Sibbett til þess að leika Rachel. Glöggir að­dá­endur muna ef­laust að hún kom til með að leika Carol, barns­móður Ross. Það var Jane sjálf sem tjáði sig um málið.

„Það var í rauninni Rachel,“ segir Jane um sitt fyrsta boð um leik í þáttunum. „En ég segi fólki venju­lega ekki frá því vegna Jen...það hefði enginn getað gert þetta eins og Jen.“

Hún út­skýrir að hún hafi spurt um­boðs­menn sína að því hvort þeir hafi sagt fram­leið­endum að hún væri ó­létt. Þeir hafi viljað segja þeim það síðar en hún hafi skipað þeim að segja sann­leikann. Hlut­verkið fór síðar til Jenni­fer Ani­ston.

„Ég sé ekki eftir neinu, guð minn góður, það er ekki séns að ein­hver hefði getað gert þetta eins vel og Jenni­fer gerði með Rachel. Hún var full­komin!“

Carol og Ross.
Mynd/Warner Bros