Vil­­borg Arna Gissurar­dóttir, pólfarinn frækni, hlaut meiðsli á æfingu fyrir sjón­varps­þátta­röðina Allir geta dansað síðast­liðinn fimmtu­dag. Stór­kost­lega frammi­staða hennar í þættinum á föstu­daginn, þar sem hún lagði sig alla fram, varð til þess að hún þurfti að leita til læknis á laugar­dags­morgun.

Í ljós kom að Vil­borg hafði meiðst á kviðnum og vinna hún og dans­fé­lagi hennar Javi Fer­nández Valiño nú við að semja dans sem reyna ekki á kviðinn. „Við erum að reyna að vinna í kringum þetta og finna skref sem henta mér,“ segir Vil­borg í sam­tali við Frétta­blaðið.

Vilborg er vongóð um að þrátt fyrir meiðslin muni hún standa sig vel.
Mynd/Instagram

Vaknaði í miklum sárs­auka

Vil­borg deildi reynslu­sögu sinni með fylgj­endum sínum á Insta­gram þar sem hún greindi frá því að þegar hún slasaðist hafi hún ekki fundið fyrir miklum sárs­auka. Það var ekki fyrr en kom að sýningar­deginum sjálfum sem henni fór að verkja.

Hún lagði sig þrátt fyrir það alla fram að eigin sögn vegna þess að hún elskar að dansa og finnist það ó­trú­lega skemmti­legt. Það var hins vegar ekki jafn skemmti­legt að vakna á laugar­daginn þegar hún leitaði loks til læknis. Vil­borg hyggst þó ekki gefast upp þrátt fyrir meiðslin.

„Það er bara svo­leiðis að maður verður alltaf að finna ein­hverja lausn á svona málum,“ segir Vil­borg en hún var á dans­æfingu þegar blaða­maður náði tali af henni. Með viljann að vopni ætlar hún sér stóra hluti í keppninni en þó fyrst og fremst er á­ætlunin að skemmta sér.

Vilborg Arna hefur gert garðin frægan fyrir fjallaklifur og pólgöngu.
Fréttablaðið/Anton Brink