Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur fengið sig fullsaddan af meðvirkni, viðkvæmnir og hneykslunargirni sem hann segir að sé komin út fyrir öll eðlileg mörk.

Tilefni skrifa þingmannsins á Facebook virðist vera sú rástöfun Seðlabanka Íslands að taka úr umferð málverk af nöktum konum, sem áður prýddu þar veggi.

„Ekki ætla ég að tjá mig sérstaklega um stóra málverkamálið í Seðlabankanum. En það er bara eitt mál af mörgum af sama meiði, sem er að allir eigi að vera lausir við hvers kyns óþægindi,“ skrifar Brynjar.

Hann segir að börn í dag þurfi eigi ekki að bera ábyrgð á hegðun sinni og aldrei upplifa vanlíðan. „Fólk á ekki að bera nokkra ábyrgð á heilsu sinni og því má ekki segja við alltof feita fólkið að offita sé bæði skaðlegt fyrir það og skattgreiðendur,“ segir hann og vísar þar sennilega í umræðu þar sem formaður Samtaka um líkamsvirðingu sagði að fólk væri að gera illtverra þegar það lýsi áhyggjum sínum af heilsufarsástandi þeirra.

Brynjar segir að aðeins neytendur nikótíns megi fá það óþvegið. „Ég veit ekki hver ástæðan er, en þessi meðvirkni, viðkvæmni og hneykslunargirni er komin út fyrir öll eðlileg mörk myndi einhver segja.“