Fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir og grínistinn Sólmundur Hólm Sólmundarson, betur þekktur sem Sóli Hólm, giftu sig í dag.

Brúðkaupið fór fram í Dómkirkjunni, en greint var frá trúlofun þeirra í júní 2018 þegar hann fór á skeljarnar í París.

Saman á stjörnuparið tvö börn, en fyrir eiga þau þrjú börn. Sóli tvo syni og Viktoría eina dóttur.

Sóli greindi frá giftingunni á Facebook rétt í þessu. Hann birti mynd af sér og Viktoríu í brúðkaupsdressinu og skrifaði: „Nýgift!“