Fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir og fjölmiðlamaðurinn og uppistandarinn Sóli Hólm eiga vona á sínu fimmta barni saman. Parið prýðir forsíðu DV í dag og segir frá gleðifréttunum í viðtali við blaðið.

Viktoría er gengin 14 vikur á leið en sjöundi fjölskyldumeðlimurinn er væntanlegur í maí.

Saman eiga þau dótturina Hólmfríði Rósu sem fæddist í mars árið 2019. Fyrir átti Viktoría dótturina Birtu og Sóli drengina Baldvin Tómas og Matthías.

Viktoría og Sóli hafa verið saman frá árinu 2016 en þau trúlofuðu sig í París árið 2018.

„Þetta var kannski ekki alveg á áætlun en við erum mjög glöð,“ segir Viktoría í viðtali við DV.