Höfuðstöðvar Vigt, vinnustofa og verslun, eru í gamla Hafnarvigtarhúsinu í Grindavík. Húsið hefur sérstaka merkingu fyrir mæðgurnar en afi/tengdapabbi byggði húsið á sínum tíma.

Í versluninni fæst öll vörulína VIGT auk ýmissa vara sem okkur finnst fara vel með okkar áherslu og vörulínu. „Áhuginn fyrir sköpun og fallegum hlutum hefur sennilega alltaf verið til staðar hjá okkur öllum. Við höfum lifað og hrærst í heimi innréttinga og mannvirkjagerðar hjá fjölskyldufyrirtækinu Grindin sem hefur verið starfrækt síðan 1979,“ segir Guðfinna.

Megnið af okkar vörum framleiðum við á verkstæðinu okkar í Grindavík. Við vöndum vel valið á framleiðendum til samstarfs, hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Markmið okkar er að vinna með fólki sem framleiðir vörur á mannúðlegan hátt og í eins mikilli sátt við umhverfið eins og kostur er. Innblásturinn sækjum við aðallega í hvor aðra og uppruna okkar og bakgrunn.“ Tímalaus vörulína er leiðarljós þeirra og metnaðurinn og vandvirknin er ávallt til staðar.

FBL Vigt Myndir-2.jpg

Staðbundinn efniviður á HönnunarMars

Frá upphafi hefur VIGT stuðst við staðbundna framleiðslu. Framleiðsla í nærumhverfi hjá fjölskyldureknum fyrirtækjum hefur verið áherlsuatriði. Staðbundinn efniviður er tilraunaverkefni VIGT á HönnunarMars 2022. VIGT mun gefa eldri hönnun nýtt gildi með staðbundnum efnisvið ásamt því að sýna nýja vöru með sömu gildum. Sýningarstaður VIGT á hönnunarmars er í höfuðstöðvum Feel Iceland, Skólavörðustíg 28. Feel Iceland er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem að framleiðir og selur kollagen fæðubótaefni unnið úr þorskroði.

FBL VIGTMyndir-10.jpg

Leiðsögn um höfuðstöðvar VIGT á HönnunarMars

Samhliða sýningu VIGT á Hönnunarmars verða höfuðstöðvar VIGT, verkstæði og verslun, í Grindavík opnar. Gestum og gangandi er boðnir velkomnir til á verkstæðið og í verslun laugardaginn 7.maí næstkomandi á milli kl.12-17. Gestum gefst tækifæri á að labba um rýmið og verkstæðið og kynnast VIGT. Frá upphafi hefur VIGT starfað í gamla hafnarvigtarhúsinu í Grindavík. Nýlegar endurbætur á húsinu hafa skapað blandað rými.

Vinnustofur, verslun og setustofa skapa saman umhverfi sem veitir innblástur og hlýju. Handverksbrugghúsið 22.10 hefur tekið til starfa í sama húsi og býður gestum upp á að njóta góðra veiga í setustofunni. Rýmið er síbreytilegt og hlakka mæðgurnar mikið til að taka á móti gestum.

FBL VIGT Myndir-9.jpg

Hér fyrir neðan sjá opnunartíma sýningarinnar í rými Feel Iceland á HönnunarMars 2022:

Mið 16-21. (Opnunarhóf 18-21)

Fim 16-21.

Fös 12-20.

Lau 12-17. (Leiðsögn um höfuðstöðvar VIGT í Grindavík 12-17)

Sun 13-17.

FFBL VIGT Myndir-3.jpg

VIGT Myndir-4.jpg

Myndir-5.jpg

Myndir-6.jpg