Vignir Daðason dvelur á sjúkrahóteli í Reykjavík, alvarlega veikur. Fyrir fáeinum dögum áttaði Vignir sig á að hann væri líklega alvarlega veikur. Þegar hann fór að létta á sér pissaði hann blóði. Heimsókn til læknis staðfesti það. Niðurstaða rannsóknar var að hann væri með illkynja æxli á stærð við handbolta á öðru nýranu. Líklegt er að æxlið hafi byrjað að vaxa fyrir um átta árum síðan. Hann gagnrýnir að ekki hafi verið gripið inn í fyrr af læknum.

Áður en Vignir komst loks undir hnífinn var aðeins spursmál um hvenær æxlið myndi springa. Blæðingar voru miklar við hvert þvaglát og hann má teljast heppinn að vera á lífi. Þá var æxlið illkynja og hafði dreift sér. Nú tekur við barátta upp á líf og dauða hjá honum og unnustu hans en þau eiga tvö börn á aldrinum tveggja og sex ára. Hafa þau miklar áhyggjur af afkomu sinni.

Telur að mistök hafi átt sér stað

Í samtali við Fréttablaðið kveðst Vignir hafa byrjað að finna fyrir einkennum í mjóbaki í kringum árið 2008 eða jafnvel fyrr en árið 2004 féll hann af mótorhjóli.

„Aldrei hefur kviður minn verið myndaður þrátt fyrir ýtarlega blóðrannsókn árið 2016 þar sem kom í ljós að annað nýrað starfaði ekki eðlilega.“

Aðspurður hvort hann telji að mistök hafi átt sér stað svarar hann játandi. Hann hafði farið til lækna vegna tíðra bakverkja og þrátt fyrir að vera tjáð að nýrað starfaði ekki eðlilega virtust engar viðvörunarbjöllur fara í gang og var hann ekki rannsakaður frekar. Í samtali við Fréttablaðið gagnrýnir Vignir að læknar hafi ekki sent hann í ítarlegri rannsóknir. Skýring hans snýst um hvernig læknar reyna að spara og allt eigi að lækna með töflum.

„Þetta er meðvirkni með úreltum heimilislæknum sem vinna við að skera sem mest úr kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið, sem felst í því að gefa lyf því sem er kostnaðarminni vinna fyrir kerfið.“

Í samtali við Fréttablaðið gagnrýnir Vignir að læknar hafi ekki sent hann í ítarlegri rannsóknir.

Ógrynni af lyfjareikningum hlaðast upp

Nú bíða erfiða lyfja- og geislameðferðir og ógrynni af lyfjareikningum hlaðast upp. Stofnaður hefur verið styrktarsíða og styrktarreikningur til að aðstoða fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.

En hvað tekur nú við?

„Hjá mér situr eftir óvissa , en því ber einnig fagna að það voru sérfræðingar sem gripu mig á réttu augnabliki og gerðu að mér. Það stóð tæpt,“ svarar Vignir: „Æxlið var byrjað að blæða og ég hefði ekki lifað annan dag, þökk til þeirra sem lögðu hönd á plóg, þannig að ég fæ að eiga jól með börnum mínum.“

Á Facebook-síðu sem hefur verið stofnuð til styrktar Vigni og börnum hans segir:

„Það er skelfilegt að takast á við veikindin, vera með tvö lítil börn 2 ára og 6 ára og þurfa að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Viggi á líka eldri dóttur sem býr ekki hjá þeim. Við vitum að allur stuðningur yrði vel þeginn.“

Reikningur: 0323-26-422 Kennitala: 111062-2429